Architecture

SUNNUTORG

mars 26, 2019

Sjoppan Sunnutorg er staðsett að Langholtsvegi 70 í Reykjavík. Húsið teiknaði Sigvaldi Thordarson árið 1958. Hægt var að kaupa nammi, skoða video spólur og fara í spilakassa. Þetta var í rauninni eins og menningarmiðsöð fyrir unglinga en þar komu krakkar saman, reyktu sígarettur og hlustuðu á Bítlana á vínilplötu.

Síðustu ár hefur loðað við staðinn að þarna hafi verið selt dóp og krakkar í hverfinu orðnir smeikir að fara þangað inn. Húsnæðið hefur þó staðið autt í um 3 ár. Reykjavíkurborg óskaði eftir hugmyndum um hvað hægt væri að nýta húsnæðið í. Nú hefur verið skrifað undir leigusamning og á að opna veitinga- og kaffihús. Leyfi er fyrir X manns enda húsnæðið ekki nema 57 fermetrar. Svæðið í kring er 1060 fermetrar og á að gera það upp og setja þar svið og annað. Dóttir Sigvalda er með í hönnunarferlinu fyrir kaffihúsið og húsinu á að halda sem upprunalegustu bæði að innan sem utan, búa til hluti sem áður voru á staðnum eins og ljós og annað og að mála allt í upprunalegu litunum. Húsið er mjög illa farið og þarfnast mikilla endurbóta.

Við í þessu hverfi erum virkilega ánægð að það eigi loksins að fara að gera þetta upp og nýta þetta. Og þegar ég tala út frá mér hlakka ég mikið til að fylgjast með ferlinu og  endanlegri útkomu, ég tala nú ekki um þegar hægt verður að setjast inn til þess að fá sér kaffi.

x hildur

Architecture

ÉZE

mars 26, 2019

Fyrir tveimur árum fórum við fjölskyldan til Monaco í 10 daga sem er eitt það æðislegasta sem ég hef gert. Einn daginn leigðum við okkur bílstjóra og keyrðum um Frakkland og yfir til Ítalíu. Bístjórinn fór með okkur á æðislegan stað í Frakklandi sem heitir Éze og er 8,5 km frá Monaco. Éze er lítið þorp sem byggt hefur verið á kletti sem tilheyrir frönsku Ölpunum. Það er ekki hægt að keyra uppá klettinn svo við lögðum niðri og löbbuðum upp.//

//Two years ago me and my family went to Monaco for 10 days. One day we rented a driver and then drove around France and Italy. Only 8,5 km from Monaco is a commune in the Alpes-Maritimes department called Éze. Éze is a small village that has been built on a cliff. You can not drive up the cliff so we parked and walked up. Það búa einungis 3.000 manns í Éze en þrátt fyrir lítinn fólksfjölda á þorpið sitt eigið dagblað “Vuesd’Eze”, heldur menningarviðburði og  ýmsar hátíðir. Á síðstu árum hefur þorpið dregið að sér mikla athygli og er nokkuð mikið um túrista  á svæðinu. Mikið er um búðir, hótel og veitingastaði. Efst uppi er framandi garður með hitabeltisplöntum. Garðurinn er byggður úr rústum forns kastala og gömlum virkisvegg. Helsta aðdráttarafl garðsins er 13 metra hár kaktus sem er eitt tonn á þyngd. Þorpsbúar sjá um plönturnar sem mér finnst gera söguna enn fallegri og persónulegri. Þegar upp er komið má sjá panorama útsýni yfir allan skagann og á góðum degi getur þú séð í eyjuna Corse.


Éze er staðsett 427 metra yfir sjávarmáli og hefur verið kallað „phoenix nest“ eða hreiður phöniksins vegna hæðar og útsýnis. Á skjaldamerki Éze er Phönixinn og á því stendur “Isis Moriendo Renascor” sem þýðir „þegar ég dey er ég endurfæddur“. Nafnið kemur frá forn egýpsku gyðjunni Isis.
Talið er að svæðið hafi byggst á 19.-20.  öld fyrir Krist. Og seinna meir að bærinn hafi verið byggður undir stjórn rómversku keisaranna Augustus og Flavius. Árið 1383 var Éze stjórnað af Savoy ættinni sem reisti virki í kringum
bæinn. Árið 1706 eyðilagði Louis XIV  vígveggina í stríði. Það var ekki fyrr en 1860 sem Éze varð partur af Frakklandi.  Elsta byggingin í þorpinu er kirkjan Chapelle de la Sainte Croix og er frá 1306.

Leifarnar af veggnum sem byggður var í kringum þorpið

Hér má sjá kirkjuna frá 1306

Mér fannst virkilega gaman að sjá inn í þær búðir og þau hús sem ég komst inn í til þess að sjá hvernig húsin voru byggð. Veggirnir og loftin eru gerð úr þeim efnum sem voru til staðar og eru flest húsin steinhlaðin. Ég fór m.a. á minnsta og skrítnasta klósett sem ég hef farið á, ég læt mynd af því fylgja.Klósettið var svo lítið að ég gat varla staðið upprétt þarna inni og ég er 169 cm.

x hildur

 

 

Life

FLAUEL – LÍN DESIGN

september 22, 2017

 Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lín Design

Mér finnst rúmið mitt vera það mikilvægasta í herberginu mínu og almennt í húsum yfir höfuð. Mér finnst að það eigi að vera rómantískt en kosý og djúsí á sama tíma. Síðustu mánuði hef ég verið að leita mér að nýju „looki“ þar sem mér finnst svo gaman að breyta til eftir árstíðum. Ég á California king  rúm sem er með stærstu rúmum sem þú finnur og mig hefur langað í stór kodda og rúmteppi í stíl sem er ekki of þykkt og heavy því rúmið er svo stórt. Nú get ég hinsvegar tilkynnt ykkur það að ég er búin að finna fullkomið rúmteppi og kodda í stíl. Ég fann það í Lín Design en þau eru með svo fallega flauels línu með koddum í tveimur stærðum og rúmteppi í stíl. Hægt er að velja um tvo liti, fölbleikan og dökkbláan. Ég átti mjög erfitt með að velja en ég valdi dökkbláan því mér finnst hann passa svo vel við dökkgráu veggina mína. Ég er að springa ég er svo ánægð með þetta!

Þú getur verslað stóru koddana – HÉR, litlu koddana – HÉR og rúmteppið HÉR

x hildur