Favourites, Uncategorized

2015 FAVORITES

febrúar 2, 2016

favnum
Ég ætla aðeins að fjalla um vörurnar sem voru í uppáhaldi hjá mér árið 2015. Sumar af þessum vörum eru búnar að vera í uppáhaldi í mörg ár og voru það líka 2015 en aðrar uppgötvaði ég bara á árinu. Lets do thisss!

1 – Auðvitað Dove summerglow „brúnkukremið“. Ég hef brúnkukrem innan gæsalappa því þetta er auðvitað brúnkukrem en þetta er samt body lotion með lit í. Af öllum heimsins brúnkukremum sem ég hef prófað, og treystið mér, ég hef prófað mörg er þetta það langbesta. Ég verð eiginlega aldrei flekkótt og get stjórnað því rosa vel hversu brún ég verð því það er hægt að byggja litinn svo vel upp. Ég nota alltaf medium to dark því þá verður liturinn dekkri.

2 – Það voru tveir varalitir í uppáhaldi hjá mér og þetta er sá fyrri. Það er Sin frá mac. Hann er dökkvínrauður og mattur. Hann setur punktinn algjörlega yfir i-ið þegar þú ert í flottu outfitti og poppar öll makeup. Mér finnst ótrúlega flott að vera með látlausa augnmálningu og leyfa varalitnum að njóta sín.

3 – Maybelline FIT me meikið er algjörlega æði. Á árinu fór ég til Englands og vinkona mín bað mig að kippa einu svona heim fyrir sig og sagði mér að kaupa mér svona líka. Ég er algjörlega búin að vera ástfangin af því síðan, mæli hiklaust með því. Endalaust þakklát vinkonu minni fyrir að láta mig kaupa það, thank you Soffía <3

4 – Bombshell er búið að vera my go to ilmvatn í svona þrjú ár. Þetta er bara svo mikið mín lykt! Veit ekki hvort ég muni einhvertímann geta skipt. Ég læt ykkur vita ef það kemur einhvertímann nýtt í staðinn haha.

5 – Okey sumum finnst kannski spes að ég sé með svita roll-on á favorites lista hjá mér. En þetta er ekki bara eitthvað svita roll-on. Þetta er besta svitaroll-on sem ég hef á ævinni prófað. Ég fékk það í Danmörku í sumar, byrjaði á því að kaupa tvö því það var svo geggjuð lykt af því. Þegar ég prófaði það fór ég og keypti 5 í viðbót! Haha ég er náttúrulega ekki alveg í lagi sko. Síðan fór ég aftur í október og ætlaði að bæta á byrgðirnar en þá voru þau ekki til!. Verð að finna fleiri svona, er á tveimur síðustu.

6 – Gommage Biologique er djúphreinsir frá Guinot. Hann er ekki með kornum og hentar þess vegna sérstaklega vel fyrir viðkvæma húð. Ég er ekki með viðkvæma húð en mér finnst þessi henta mjög vel fyrir mig þar sem ég vil ekkert of mikla örvun. Ég reeeeyyyni að muna að nota þetta 2x í viku, það gengur misjafnlega.

7 – Créme hydra beauté er dagkremið sem ég er búin að vera nota núna síðan í júní. Þetta er fullkomið krem fyrir unga húð og mjög gott fyrsta krem. Þetta er eingöngu rakagefandi og maður getur aldrei fengið of mikinn raka þannig þetta er perfect. Mér líður alltaf svo vel þegar ég er búin að setja það á mig. Ég set það annaðhvort á mig um kvöldið eða á morgnana og stundum bæði. Ég set það líka alltaf undir farða.

8 – Bioxygene hreinsifroðuna er ég búin að vera að nota síðan í ágúst og er gjörsamlega ástfangin. Eins og af öllum Guinot vörunum. Þetta er mild froða með ótrúlega góðri lykt. Við erum að selja Guinot vörurnar á Snyrtistofunni Garðatorgi ef þið hafið áhuga, alltaf velkomnar 🙂

9 – Palettan Shade light frá Kat Von D hefur algjörlega staðið fyrir sínu. Ég sá Carli Bybel nota þessa palettu í videoi og fannst hún æði og pantaði hana strax. Ég nota miðjulitinn í efri röðinni langmest. Ég set hann alltaf yfir smash box hyljarann sem ég tala um hérna eftir smá. Ég nota hann í raun ekki sem hyljara heldur sem highlighter á öll helstu highlightersvæðin, s.s. undir augun, ennið, ofan á nefið, hökuna og á efri vörina. Ég nota síðan miðjulitinn til þess að „setja“ highlightuðu svæðin. Dökku litirnir eru líka æðislegir til þess að skyggja en eins og staðan er núna er Hoola með vinninginn og það verður alltaf fyrir valinu.

10 – Velvet teddy varaliturinn frá mac sem systir mín Kylie gerði svo frægan er hinn uppáhalds varaliturinn minn. Ég hef notað hann meira en Sin og myndi segja að þetta hafi verið my go to varalitur 2015.

11-  Ég keypti fyrsta Hoola bronserinn minn árið 2012 í Manchester. Þó svo að ég hafi notað það nánast á hverjum einasta degi þá entist það ótrúlega lengi og það er ekkert það langt síðan að ég endurnýjaði það. Þetta er því fjórða árið í röð sem ég myndi segja að Hoola kæmist inná favorites listann fyrir árið.

12 – Þennan maybelline one by one maskara er ég búin að nota alveg rosalega lengi, örugglega næstum tvö ár. Mér finnst hann alveg æðislegur og þetta er fyrsti maskarinn með gúmmí greiðu sem ég fíla. Fyrir mörgum árum og löngu áður en ég byrjaði að mála mig var mér kennt að dýrustu vörurnar væru oft ekkert endilega betri heldur en t.d. maybelline. Ég trúði þessu varla á þeim tíma en í þau 5 ár sem ég hef málað mig (já bara 5 haha) þá ef ég komist að því að þetta er satt. Ég hef til dæmis ekki prófað betri maskara heldur en maybelline maskarana, mér finnst þeir mun betri heldur en sumir sem eru margfalt dýrari. Og afhverju eru þeir dýrari, ekki endilega af því að það eru einhver miklu betri efni í þeim, heldur aðallega útaf nafninu.

13 –  Gimme BROW frá Benefit hefur verið mikið í uppáhaldi hjá mér. Þetta er litað augabrúnagel sem eins og þið sjáið á myndinni er með svona maskaragreiðu. Ég nota þetta aðallega til þess að greiða brúnirnar upp en það er nýr stíll sem ég hef verið að prófa undanfarið við ákveðin tilefni. Ég er semsagt ekkert mikið að sækjast eftir litnum sjálfum heldur gelinu til þess að halda hárunum á réttum stað.

14 – Þegar ég byrjaði í snyrtifræðinni í lok 2014 var þessi Smash box hyljari einn af þeim vörunum sem við fengum í förðuninni. Það var ekki fyrr en ég prófaði hann á sjálfa mig nokkrum mánuðum seinna að ég fattaði hversu geggjaður hann er. Núna fimm hyljurum síðar en ég enn  á því að þetta sé það besta sem ég hef prófað . Ég vil hafa hann rosa ljósan og er með litinn fair/light minnir mig. Ég nota hann semsagt ekki til þess að hylja heldur til þess að highlighta. Eins og ég sagði í 9- þá nota ég hann á þessi highlight svæði, undir augu, enni, nef og fleira til þess að kalla þá andlitshluta fram. Aftur á móti nota ég Hoola á móti til þess að draga inn.

15 –  Ég játa að ég var ekki alveg nógu dugleg að nota Rapid lash en þegar ég tók tímabil, VÁ. Ég bara skil ekki hvernig þetta getur gerst!!  Ég mæli hinsvegar 100% með þessu því munurinn sem ég sé strax eftir svona 2 vikur var klikkaður. Jæja nú er ég farin aftur á Rapid lash kúrinn.

Fylgstu endilega með mér á facebook – Hér
& Instagram – Hér

x hildur

No Comments

Leave a Reply