Fashion, Life

X MAC STEVE J & YONI P

júlí 14, 2017
Í gærkvöldi fórum við Sigga á ótrúlega flottan viðburð sem Þórunn Ívars hélt í tilefni af nýrri línu í MAC. Línuna hönnuðu Steve J og Yoni P en þetta er ekkert smá falleg og sumarleg lína. Það voru sætar veitingar, goody bags ogggg Mac photobooth. Við Sigga missum okkur alltaf í gleðinni þegar það er photobooth og við tókum nokkrar myndir. Ég ætla þó ekki að gera ykkur það nema að láta bara 2 fylgja. Eftir viðburðinn fórum við svo á Sæta svínið og ég fékk mér…. giskið hvað, auðvitað andarsalatið eins og alltaf. Ég er löngu hætt að skoða matseðilinn á Sæta svíninu því ég fæ mér alltaf andarsalta og franskar.
Takk fyrir mig elsku Þórunn ♡

x hildur

No Comments

Leave a Reply