DIY, Uncategorized

52 THINGS I LOVE ABOUT YOU – DIY

febrúar 10, 2016

Jæja dúllurnar mínar, þá er komið að næsta diy í Valentínusarþemanu. Þetta er lítil bók, búin til úr spilastokk og á  hverju spili standa einver falleg orð sem „lætur“ til þess að elska manneskjuna.  Ég hef einu sinni gert svona bók og gefið með í Valentínusargjöf og mér finnst þetta allavega ótrúlega sætt og maður getur gert þetta svo mikið að sínu. Því miður á ég ekki bókina til að sýna ykkur þannig að ég fór á google og fann alveg fullt af myndum. Ég vissi að ég hefði ekki verið að finna uppá þessu en ég vissi samt ekki hvað þetta væri vinsælt haha. Allavega þá er þetta frekar auðvelt. Þú gatar bara öll spilin og skrifar á þau einhver orð eða setningu. Annaðhvort beint á spilið eða á hvítan límmiða sem þú getur síðan límt á spilið. Passið ykkur samt að nota jokerinn líka til þess nota hann í forsíðuna til þess að síðurnar verði 52.  Ég batt spilin mín saman en ég sé að flestir eru að setja þetta saman með járnhringjum, þið veljið bara annaðhvort. Ég held að ég sé búin að útskýra þetta nógu vel þannig nú getið þið gert svona krúttlega bók fyrir kæró eða bara vinkonu.
tumblr_ltv7d8WXya1r3qbroo4_1280 52-things-I-love-about-you-playing-cards

Fylgstu endilega með mér á facebook – Hér

x hildur

No Comments

Leave a Reply