Beauty

ALL ABOUT MY NAILS #2

júlí 20, 2017Það er ekki mjög langt síðan að ég gerði færslu um neglurnar mínar en vegna óteljandi spurninga ætla ég að gera aðra og ýtarlegri færslu. Ég er semsagt tiltölulega nýbyrjuð að fara í neglur til stelpu sem heitir Auður. Sú sem ég var hjá er æðisleg og hún benti mér á Auði. Ég addaði naglasnappinu hennar (audurgisla95) og gjörsamlega heillaðist. Hún er eitthvað annað því hún getur gert svo langar neglur og ég er að segja ykkur að sumar neglurnar hennar eru að endast í einn og hálfan til þrjá mánuði án þess að brotna! Þegar ég gerði fyrri færsluna var ég búin  að fara til hennar einu sinni en er núna búin að fara þrisvar og ég verð bara ánægðari og ánægðari með hana. Hún gerir bæði gel og akríl neglur eftir því hvort þú vilt. Hún elskar glimmer og á mörg kíló af glimmeri í öllum regnbogans litum. Hún er meira að segja búin að hanna sitt eigið glimmer undir sínu eigin nafni sem fæst í Fotiu.is
 Ég mæli svo 100% með henni að ég get ekki lýst því!

Auður er með GJAFALEIK í gangi á facebook síðunni sinni þar sem hægt er að vinna ásetningu ásamt 2 glimmerum frá ag glitter að eigin vali! Dregið verður út 1. ágúst.
Þú getur tekið þátt í leiknum – HÉR

Til þess að panta tíma eða fyrir frekari spurningar getur þú haft samband við Auði  – Hér

 x hildur

No Comments

Leave a Reply