Browsing Category

Beauty

Beauty

ALL ABOUT MY NAILS #2

júlí 20, 2017Það er ekki mjög langt síðan að ég gerði færslu um neglurnar mínar en vegna óteljandi spurninga ætla ég að gera aðra og ýtarlegri færslu. Ég er semsagt tiltölulega nýbyrjuð að fara í neglur til stelpu sem heitir Auður. Sú sem ég var hjá er æðisleg og hún benti mér á Auði. Ég addaði naglasnappinu hennar (audurgisla95) og gjörsamlega heillaðist. Hún er eitthvað annað því hún getur gert svo langar neglur og ég er að segja ykkur að sumar neglurnar hennar eru að endast í einn og hálfan til þrjá mánuði án þess að brotna! Þegar ég gerði fyrri færsluna var ég búin  að fara til hennar einu sinni en er núna búin að fara þrisvar og ég verð bara ánægðari og ánægðari með hana. Hún gerir bæði gel og akríl neglur eftir því hvort þú vilt. Hún elskar glimmer og á mörg kíló af glimmeri í öllum regnbogans litum. Hún er meira að segja búin að hanna sitt eigið glimmer undir sínu eigin nafni sem fæst í Fotiu.is
 Ég mæli svo 100% með henni að ég get ekki lýst því!

Auður er með GJAFALEIK í gangi á facebook síðunni sinni þar sem hægt er að vinna ásetningu ásamt 2 glimmerum frá ag glitter að eigin vali! Dregið verður út 1. ágúst.
Þú getur tekið þátt í leiknum – HÉR

Til þess að panta tíma eða fyrir frekari spurningar getur þú haft samband við Auði  – Hér

 x hildur
Beauty

ALL ABOUT MY NAILS

maí 13, 2017Ein algengasta spurningin sem ég fæ er hvert ég fari í neglur. Ég hef verið í nöglum hjá Svandísi minni í rúm 5 ár og alltaf jafn ánægð. En eins og ég hef svo oft sagt ykkur er hún bara með 5 kúnna og er ekki að taka inn neina nýja. Um daginn sagði Svandís mér frá stelpu sem heitir Auður og er algjör snillingur að gera neglur og sérstaklega langar neglur! Ég addaði henni á snapchat (Audurgisla95) þar sem hún er rosa dugleg að setja inn neglur og ég er að segja ykkur að sumar neglurnar hennar eru að endast í 1 og hálfan – 3 mánuði án þess að brotna! Ég prófaði að fara til hennar síðast og var svoooo ánægð að ég verð bara að deila því með ykkur. Hún á svo marga fallega liti og eeeendalaust af glímmeri. Hún er meira að segja að koma með sína eigin glimmer línu sem ég er ótrúlega spennt að fá að prófa. Ég mæli svo HUNDRAÐ PRÓSENT með henni að ég get ekki lýst því!

Þú getur haft samband við Auði  – Hér

x hildur

Beauty

TOP 10 SNYRTIVÖRUR Á ÁRINU

janúar 15, 2017

2016-fav

Loksins er komið að því sem þið hafi svo mörg beðið eftir. Top 10 snyrtivörurnar á árinu. Ég er rosalega vanaföst og ef ég finn vöru, mat eða hvað sem er sem mér líkar þá held ég mig við hana. Þannig þið gætuð kannst við mikið af þessum vörum.
Let the fun begin !

1 – Það  er enginn hissa að sjá Bombshell ilmvatnið á þessum lista. En þetta er búið að vera ilmvatnið mitt í allavega 4 ár og ég elska það.

2 – Þessi blessaði maskari sem ég hef svo ofta sagt ykkur frá. Ég elska hann útaf lífinu! Hann er því miður hættur að fást núna ég þarf ekki að hafa áhyggjur alveg strax því ég keyti 10 stykki þegar ég frétti að hann væri  aða fara að hætta og á ennþá 5 óopnaða. Hvað geri ég þegar þeir klárast hjá mér?

3 – Anastasiua Dipbrow hefur verið í algjöru uppáhaldi hjá mér frá því að ég prófaði það fyrst fyrir rúmum 3 árum. Ég á bæði dark brown og soft brown og nota þá til skiptis eftir því hvernig skapi ég er í.

4 – Hooooolaaaa! Ándjóks eini contourinn sem ég hef notað frá því ég byrjaði að mála mig! Hvar væri ég án hans <3

5 – Ég er búin að nota Fit me meikið í held ég 2 ár núna. Ég nota lit 220 og er svo ógeðslega ánægð með það!

6 – Marc Inbane Brúnkukremið er nýjasta varan mín á þessum lista. Það er frekar nýkomið til Íslands og ég var svo heppin  að vera ein sú fyrsta á Íslandi að prófa það. Hands down þá er þetta besta Brúnkukrem sem ég hef prófað! Það er brúnt á litinn þannig það er æðislega að geta séð hvað maður er að gera og verður síður flekkóttur.

7 – Anastasia Glow Kittið er búið að vera í miklu uppáhaldi! Ég keypti það í Florida í sumar og er mjög hrifinaf  því. Ég er almennt ekki mikil highligter týpa og elska allt sem er matt, sama hvort það er meik, naglalakk, augnskuggi eða bronser. Enn ég fýla að setja highlighter á nokkra ákveðna staði á andlitnu og þetta kitt er fullkomið!

8 –  Bioxygene froðan frá Guinot er besti andlitshreinsir sem ég hef á æfinni prófað. Ég er ástfanginn af Guinot vörunum og gæti ekki verið án þeirra! Ones you go Guinot there’s no going back.

9 – Já ég veit þið hugsið núna hvað er hún að pla með aða hafa svitarollon inná lkistanum, en krakkar minir þe5tta er ekki bara ethvð svitarollon. Þið sem hafið fynst með mér lengi hafið heyrt nokkrum sinnum um þetta rollon og lesið nokkrar færslur um.  Ég keypti það í Danmörku fyrir tveimur árum og var svo ástfangin  að ég keypti mér 5 stykki. Nú á ég bara 2 hálftóm eftir og veit ekki hva ég á að gera! Ég er búin að leita allstaðar að því og reyna að panta það af netinu ogallt! Ef þið sjáið það einhvertsðar meigup þið endilega láta mig vita.

10 – Last but not  least þá er það Bioxygene andlitskremið frá Guinot. Það er svo frískandi og dásamlegt og mér líður alltaf  svo vel þegar ég set það á mig. Þessi Bioxygen lína hjá Guinot er það besta sem ég hef komist í.

Fylgist endilega með á næstunni því ég  ætla að gefa 4 af þessum vörum !
Ef þið viljið vita hvernær ég pósta leiknum getið þið fylgst með því HÉR

x hildur