Browsing Category

Christmas

Christmas, Uncategorized

HOME ALONE NÁTTFÖTIN

janúar 3, 2016

12463573_1025223554206609_786920386_nÉg hef verið svo rosalega mikið spurð útí jóla náttfötin mín að ég ætla að spjalla aðeins við ykkur um þau. Þau eru úr Home alone jólamyndinni og framan á bolnum er mynd af aðalpersónunni Kevin og fyrir ofan og neðan stendur merry christmas ya filthy animal (haha þeir sem hafa séð myndina fatta) Mér finnst detailarnir svo flottir á buxunum því þetta er eins og krúttlegt jólamynstur en inná milli stendur home alone og kevin!!! haha og síðan eru líka myndir af húsinu þeirra. Ég fékk þau semsat í Primark núna í Október. Mér finnst Primark svo geggjuð og maður finnur alltaf eithvað flott fyrir lítinn pening. Ég man ekki hvað þessi skostuðu en það var allavega ekki mikið.

Fylgstu endilega með mér á facebook – Hér
& Instagram – Hér

x hildur

Christmas, Uncategorized

WHAT I GOT FOR CHRISTMAS 2015

desember 27, 2015

JÓLAGVegna mikillar eftirspurnar ætla að ég að sýna ykkur hvað ég fékk í jólagjöf. Tilgangurinn er ekki að monta sig eða neitt svoleiðis heldur eingöngu að sýna ykkur það sem margar ykkar vilja sjá. Sjálfri finnst mér mjög gaman að sjá hvað aðrir fengu í jólagjöf þó það séu auðvitað ekki gjafirnar sem skipta mestu máli.

1 – Þessi kápa var efst á óskalistnaum hjá mér. Hún er keypt í Topshop á Englandi en auðvitað er hún komin í Topshop á Íslandi eins og allt annað sem ég kaupi úti. Innkaupastjórinn og ég hljótum að vera með svona líkan smekk haha. Í gær sá ég svo að Gigi Hadid á svona kápu líka og það finnst mér ekkert verra.

2 – Þessa Omaggio kertastjaka fékk ég frá yndislega yfirmanninum mínum. Ég er ekkert smá ánægð með þá!

3 – Chocolate bar palettuna fékk ég frá bestu vinkonu minni. Ég er ekkert smá ánægð hana og get ekki beðið eftir að nota hana!!

4 – Jedúddamía, þessa tösku fékk ég frá foreldrum mínum úr Karen Millen. Hún var líka á óskalistanum hjá mér en ég bjóst svo aldrei við að fá hana.

5 – Ég fékk síðan hundruðustu Joni buxurnar mínar frá mömmu og pabba en pakkinn var merktur frá aunt Kimmy (Kim Kardashian frænku) hahaha mamma þekkir mig of vel <3 😉

6 – Ég fékk síðan tvær litabækur, aðra frá mömmu og pabba og hina frá Frænku. Þetta eru þessar fullorðins litabækur sem eru búnar að vara svo ótrúlega vinsælar. Ég keypti mér eina í vor úti í Danmörku í rauninni áður en þetta æði kom til Íslands og ég er búin að vera húkt á henni síðan og fannst ekki leiðinlegt að fá tvær aðrar.

7 – Ég fékk tvo Design letter bolla með H á. Ég á einn fyrir þannig að núna á ég þrjá sem mér finnst geðveikt.

8 – Síðan fékk ég H&M náttslopp frá ömmu og afa sem er úr ótrúlega þægilegu efni. Ég á svo silkináttsloppa fyrir en þessi er svo æðislegur þar sem hann er úr svona teyjuefni en er samt með silki köntum sem gerir hann svo sparilegan. Þessi mynd var inná H&M en mér finnst litirnir á myndinni svoldið skrítnir en í alvöru er hann allur svona eins og silkið er.

9 – Amma gaf mér síðan þessa rúllukraga samfellu úr Topshop ásamt tösku og eyrnalokka sem ég get ekki beiðið eftir að sýna ykkur á snappcaht 🙂

10 – Loksins loksins loksins fékk  ég Tangle teezer! Ég er búin að vera á leiðinni að kaupa mér hann í möööörrrg ár en einhvernveginn aldrei látið verða að því. Loksins er hann þó orðinn minn

11 – Ljósbleikt Michael Kors símahulstur sem passar svo ótrúlega vel við rose gold.

Þetta eru ekki allar gjafirnar því ég þurfti að finna myndir af hlutunum á netinu með hvítum bakgrunn til þess að auðvelda mér að búa til þessa mynd hér að ofan. Ég fékk til dæmis æðislega tösku og eyrnalokka frá ömmu sem ég hefði svo verið til í að sýna ykkur og svo margt fleira. Ef þið hafið áhuga þá ætla ég að sýna ykkur restina af gjöfunum á Snapchat í dag – hildurarnadott
Takk æðislega fyrir mig allir saman. Munum samt að gjafirnar eru ekki það sem skiptir mestu máli. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið að eyða jólunum í faðmi yndislegu fjölskyldunnar minnar og að allir séu heilbrigðir.
Vona að þið hafið haft það dásamlegt <3

x hildur

Christmas, Uncategorized

INNPÖKKUNAR HUGMYNDIR

desember 13, 2015

Það er fátt meira kósý en að sitja í rólegheitum og skrolla í gegnum pinterest. Það hefur einkennt síðustu 2 klukkutímana hjá mér. Ég fann ótrúlega flottar  hugmyndir af því hvernig er hægt að pakka inn gjöfum og ætla að fá að deila með ykkur. Brúnn pappír og greni hafa verið áberandi síðustu ár á pinterest þegar kemur að innpökkun og mér sýnist ekki vera nein breyting þar á þetta árið. Ég leyfði þó nokkrum öðrum en brúnum að fylgja með.

Vona að þið hafið átt æðislegan sunnudag xx

hildur