Browsing Category

DIY

DIY, Uncategorized

DIY – CHOKER

júlí 16, 2016

IMG_9884IMG_9902 IMG_9917 IMG_9915 Í dag bjó ég til ótrúlega einfaldan en flottan choker. Ég er ekkert smá ánægð með útkomuna og langar að deila henni með ykkur. Á fyrstu myndinni getið þið séð hlutna sem ég notaði. Ég ætla að gefa ykkur snögga lýsingu af því sem ég gerði. Ég fékk einhverskonar ruskins band í Föndurlist á 795 kr. Það var í laginu eins og hálsmen en ég klippti af því til þess að hafa það þröngt um hálsinn. Ég tók keðjuna sem var á hálsmeninu af að setti tvo litla járnhringi og festingu. Ég hefði getað hætt þar og haft þetta einfaldan ruskins choker sem hefði líka verið mjög flott. Ég ákvað að poppa þetta aðeins og nota skeljar sem ég fann á ströndinni í Florida. Ég límdi litla festingu aftan á skelina með E6000 lími og setti lítinn hring í festinguna. Svo þræddi ég hringinn uppá chokerinn og VIOLA! Allt sem ég notaði í þessari færslu fyrir utan skeljarnar og tangirnar eru úr Föndurlist. Þessi færsla er þó engan vegin kostuð og ég kaupi allt dótið mitt sjálf. Ég setti allt ferlið á snapchat og þið getið séð það á snappinu – hildurarnadott. Endilega látið mig vita og sendið mér myndir ef þið prófið að gera svona <3

Fylgstu endilega með mér á facebook – Hér
& Instagram – Hér

x hildur

DIY, Uncategorized

52 THINGS I LOVE ABOUT YOU – DIY

febrúar 10, 2016

Jæja dúllurnar mínar, þá er komið að næsta diy í Valentínusarþemanu. Þetta er lítil bók, búin til úr spilastokk og á  hverju spili standa einver falleg orð sem „lætur“ til þess að elska manneskjuna.  Ég hef einu sinni gert svona bók og gefið með í Valentínusargjöf og mér finnst þetta allavega ótrúlega sætt og maður getur gert þetta svo mikið að sínu. Því miður á ég ekki bókina til að sýna ykkur þannig að ég fór á google og fann alveg fullt af myndum. Ég vissi að ég hefði ekki verið að finna uppá þessu en ég vissi samt ekki hvað þetta væri vinsælt haha. Allavega þá er þetta frekar auðvelt. Þú gatar bara öll spilin og skrifar á þau einhver orð eða setningu. Annaðhvort beint á spilið eða á hvítan límmiða sem þú getur síðan límt á spilið. Passið ykkur samt að nota jokerinn líka til þess nota hann í forsíðuna til þess að síðurnar verði 52.  Ég batt spilin mín saman en ég sé að flestir eru að setja þetta saman með járnhringjum, þið veljið bara annaðhvort. Ég held að ég sé búin að útskýra þetta nógu vel þannig nú getið þið gert svona krúttlega bók fyrir kæró eða bara vinkonu.
tumblr_ltv7d8WXya1r3qbroo4_1280 52-things-I-love-about-you-playing-cards

Fylgstu endilega með mér á facebook – Hér

x hildur

Beauty, DIY, Uncategorized

DIY – BAÐBOMBUR

janúar 30, 2016

Nú fer að stittast í Valentínusardaginn sem er einn uppáhalds dagurinn minn á árinu. Æj þetta er bara eitthvað svo bleikur og sætur dagur. Mér finnst ótrúlega gaman að gera Diy og er búin að gera allt of lítið af því undanfarið. Fram að valentínusardeginum ætla ég að sýna ykkur nokkrar hugmyndir af valentínusargjöfum sem þú getur gert sjálf! Í dag ætla ég að sýna ykkur hvernig er hægt að búa til baðbombur á mjög einfaldan hátt! Ég lærði þetta í Efanafræði í Fashion Academy þar sem ég byrjaði í snyrtifræðinni. Myndirnar eru hér eru teknar þar.

Innihald:

– 1 bolli sjávarsalt
– 2 1/2 bolli matarsódi
-1 1/4 bolli sítrónusýra
– 1 teskeið olía (t.d. möndluolía eða ólívuolía)
– nokkrir dropar af ilmkjarnaolíu að eigin vali
– Nornahesli eða vatn (ég notaði vatn), passið samt að setja bara nokkra dropa eða nokkur sprey (sniðugt að hafa þetta í sprey brúsa) því blandan eyðileggst ef hún er of blaut.
– matarlitur ef þú vilt
– þú getur notað form, muffins form eða klakabox eða hvað sem þér dettur í hug. Ég notaði tvær litlar skálar sem ég fyllti og þrýsti síðan saman svo til varð kúla.

Hægt er að setja mismunandi ilmkjarnaolíur í bomburnar sem hafa mismunandi eiginleika t.d er lavender mjög róandi, piparminta góð til að deyfa vöðvaverki, rósmarín örvar blóðrásina og jasmine er kynorkuaukandi. Síðan er líka hægt að setja glimmer eða þurrkuð rósablöð í bomburnar. Einnig getur verið gaman að setja smá matarlit í bomburnar en passið að hafa ekki alltof mikið því það getur litað baðkarið.  Mér finnst þetta ótrúlega sniðug gjöf, sérstaklega á valentínusardaginn. Sama hvort það er fyrir kærsastann, vinkonu eða bara þig sjálfa <3

IMG_2248 IMG_2232
IMG_2236

 

Þið megið endilega láta mig vita ef þið prófið þetta <3

Fylgstu endilega með mér á facebook – Hér
& Instagram – Hér

x hildur