Browsing Category

DIY

DIY, Life, Uncategorized

GLIMMER

janúar 1, 2016

Mig langaði að sýna ykkur hvað ég gerði við hárið á mér í gær en ég er virkilega all in þegar kemur að glimmeri og glamúr, ég meina ef ekki á gamlárs hvenær þá? Þetta var virkilega spontant ákvörðun rétt fyrir matinn, var svona aðeins búin að spá í þessu en ekkert í alvöru og lét svo bara vaða. Ég var búin að setja í mig messy tagl þar sem skiptingin var ójöfn en ég ákvað samt að smella þessu bara á. Ég er búin að sjá mjög mikið af þessu á youtube og þær voru flestar að setja gel í hárið og dúmpa svo glimmeri yfir. Það kemur vel út en getur orðið smá subbulegt, þannig að ég valdi fallegt gyllt glimmer sem ég átti og blandaði við gel. Ohhh stundum vildi ég svo mikið vera með youtube channel til þess að geta sýnt ykkur hlutina en ekki bara skrifað um þá! Allavega þá blandaði ég geli og glimmerinu saman í litla skál og notaði lítinn bursta til þess að bera þetta á. Þannig var allt glimmerið á sínum stað í gelinu og ekkert subb 🙂

// I wanna show you what I did to my hair last night. It was glittery and crazy, but i mean if not on new years eve then when?? It was really last minute decision, I already had a messy pony tale and I just but it was okey and I decided just to go with it. I had already seen this on youtube where they put some gel in the hair and then dusted the glitter on. To avoid mess I blended the gel and the glitter together. Ohh sometimes I wish I had a youtube channel so I could show you instead of just write about it! I stirred it together and then gently brushed it on with a little makeup brush.
12483462_1025138134215151_985335205_nScreen Shot 2016-01-01 at 18.33.4912459876_1025137964215168_897562241_n
Fylgstu endilega með mér á facebook – Hér
& Instagram – Hér

x hildur

 

Christmas, DIY, Home, Uncategorized

AÐVENTUKRANSINN

nóvember 29, 2015

IMG_9967 IMG_9968 IMG_9973 IMG_9977
Gleðilegan fyrsta í aðventu. Mig langaði að fá að deila með ykkur aðventukransi heimilisins. Ég á því miður ekki heiðurinn af honum þar sem ég er búin að liggja fyrir og vera á fljótandi fæði eftir aðgerð sem ég fór í á föstudaginn. Við mamma gerum kransinn oftast saman og eigum yndislega stund en því miður ekki í ár. Í þetta sinn fylgdist ég bara með henni gera hann og smellti svo myndum. Kertastjakarnir eru keyptir í Köben, greinarnar eru ekta og berin plat og bæði úr Blómaval.

Fylgstu endilega með mér á facebook – Hér

x hildur

DIY, Nails, Uncategorized

DIY – MATTE NAIL POLISH

apríl 16, 2015

Matt naglalakk eru búið að vera mjög mikið í tísku í langan tíma. Bæði eru  til mött lituð lökk og svo líka glær til þess að setja ofan á lituð lökk. Mesta snilld í heimi, þú getur búið til þitt eigið matt lakk úr þínu uppáhaldslakki. Það eina sem þú þarft er lakk og kornsterkja eða kartöflumjöl. What, ég veit, en þetta virkar bara í alvöru. Ég notaði uppáhalds naglalakkið mitt í augnablikinu sem er nude CC lakk frá Alessandro og setti nokkra dropa á blað við hliðina á mjölinu. Síðan var ég með tannstöngul og bætti eins miklu mjöli útí lakkið og mér fannst ég þurfa. Passið ykkur bara að þegar þið eruð búin að nota pensilinn í lakkið með mjölinu að þurrka hann vel áður en þið setjið hann aftur ofaní naglalakks glasið. Passið líka að gera það ekki of þykkt því það er mjög lengi að þorna og er mjög viðkvæmt.

//Matte polishes have been really popular for a long time. Both colored polishes and clear topcoats. Did you know that you can make your own matte polish from your favourite polish? The only thing you need is any polish and corn starch. what, I know, and this really works. I used my favourite polish which is this nude CC polish from Alessandro and added a few drops on a piece of paper. then I gently added the corn starch to the polish with a tooth pick. Just be sure to wipe the brush before you put it back into the polish glass. Also be aware not make it to thick because I found it took quite some time to dry.

IMG_6359IMG_6368IMG_6352Afsakið að síðasta myndin er ekki alveg í fókus en hér er fyrri nöglin með engu kartöflumjöli í og seinni nöglin með sama lakkið á en kartöflumjöli í. Áferðin er alveg gjörólík.

// Sorry about the last photo it’s in not focus but the first nail is just with a normal polish and the second nail has the same polish on only with the corn flower. The Texture is so different.

Fylgstu endilega með mér á facebook – Hér
og Instagram – Hér 

x hildur