Browsing Category

Favourites

Favourites, Uncategorized

JÚNÍ FAVORITES

júlí 3, 2015

juní

 

Jæja þá er komin júlí og tími á júní favorites! Vá hvað tíminn líður hratt, það er bara í alvöru kominn júlí, ég bara trúi þessu varla. Í júní eru 5 hlutir búnir að standa uppúr hjá mér
___________________________________
1 – Farðinn sem ég talaði um í síðustu færslu er alveg definitely eitt af því sem var uppáhalds í júní. Og verður ekki bara í júní, þessi er að fara að vera í uppáhaldi lengi held ég.

2 – Varaliturinn Sin frá Mac er einhver sá klikkaðasti sem ég hef átt! Ég bara elska hann, sem er frekar slæmt því hann er svo spes og flottur að það er gaman að hafa hann bara svona við og við en ég er eiginlega, kannski, pínulítið búin að ofnota hann. Það er samt í góðu lagi held ég.

3 – Ég var búin að leita ógeðslega lengi að litlum silfur eyrnalokkahringjum þegar ég loksins fann þá fullkomnu í Topshop í London á dögunum. Ég er búin að vera með þá alveg siðan ég kom heim, litla í aðalgötunum og ennþá minni í aukagatinu.

4 – Ég fékk svo í útskriftargjöf þegar ég útskrifaðist úr snyrtifræðinni svona bolla með stafnum mínum. Þessi bolli er búinn að vera á óskalistanum mjög lengi og loksins er hann minn.

5 – Flottasta símahulstur sem ég hef átt! Staðfest. Ég og vinkona mín vorum búnar að sjá svona hulstur útum allt á Instagram en þetta er með vökva inní og glimmeri og stjörnum sem fljóta um! Ég fann þetta í Top shop og er frá merkinu Skinny Dip og auðvitað þurfti ég að kaupa eitt handa vinkonu minni líka. Við elskum þau!

Fylgstu endilega með mér á facebook – Hér
& Instagram – Hér

x hildur

 

Favourites, Uncategorized

APRIL FAVORITES

maí 2, 2015

april fav
1 – Þetta Yankee kerti er eitt af því sem er í uppáhaldi hjá mér í apríl. Það var hluti af afmælisjöf frá besta vini mínum. Það er búið að vera í uppáhaldi síðan ég fékk það í janúar en því miður er þetta fyrsta favorites færslan árið 2015 svo það fær að vera hérna í apríl. Ég sko elska nánast öll Yankee kerti en þetta er bjútífúl – thank you Davíð minn.

2 – Þennan hyljara frá Smashbox fékk ég gefins þegar ég byrjaði í snyrtifræðináminu. Ég er á mínum númer tvö núna og mæli alveg definitely með honum. Ég nota hann ekki sem hyljara samt heldur highlight. Ég hef bara aldrei notað hyljara og þarf ekki að hylja neitt en aftur á móti elska ég að highlighta og skyggja. Ég set þetta fyrir neðan augun, smá á ennið, framan á nefið, fyrir ofan varirnar og á hökuna.  Ég er með litinn Fair/Light af því ég vil væntanlega hafa þetta ljóst sem highlighter.

3 – Ég keyti þennan Real Techniques makeup svamp í London í ágúst í fyrra og eins og með allt þá er ég bara ný byrjuð að nota hann, hvað er að mér? Ég nota hann ekki í make heldur í Smashbox hyljarann númer 2.

4 – Ég er búin að eiga þetta naglalakk alveg mjöööög lengi og aldrei notað það. Ég bara skil ekki afhverju því það er alveg ógeðslega flott og ég var bara að uppgötva það núna. Það heitir Strawberry Margarita og er beauty.

5 – Ég er búin að nota þessa skó úr Topshop alveg rosalega mikið. Mér fannst þeir sjúkir og mjög svipaðir adidas skónum góðu sem allir eru að tala um nema bara ódýari. Ég er ógeðslega ánægð með þessa og ætlaði að láta þá duga en mig langar ógeðslega í hina líka! Ég er brjáluð..

6 – Ó þetta ilmvatn. Sko ég á það ekki enn en ég ætla að hafa það með því að ég er búin að hugsa um það núna í nokkrar vikur og ég verð að eignast það! Ég er að nota Bombshell núna og er búin að nota það í mjög langan tíma og er mjög ánægð, en þetta er eitthvað á öðru leveli.

Fylgstu endilega með mér á facebook – Hér
& Instagram – Hér

x hildur

Favourites, Life, Uncategorized

DECEMBER FAVOURITES

janúar 1, 2015

Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur og takk fyrir frábærar viðtökur á blogginu mínu. Vona að þið hafið haft það æðislega gott og notalegt um hátíðarnar.
Ég er að byrja með nýjan lið hérna á blogginu sem ég kalla favourites. Þetta er rosalega vinsælt á youtube og mér finnst þetta svo æðislegt, vona að ykkur finnist það líka. Það virkar þá þannig að ég tala um hluti sem hafa verið í uppáhaldi hjá mér þann mánuðinn, hvað sem er, snyrtivöru, lag, mat, bók bara hvað sem mér dettur í hug.

December favourites

1- Þrista-lakkrístoppar
Við fjölskyldan prófuðum okkur aðeins áfram í lakkrístpoppum þetta árið og notuðum nammið Þrist. Þetta voru hands down bestu lakkrístoppar sem ég hef á ævinni smakkað, enda kláruðust þeir á pappírnum og náðu ekki að fara í kökubokið. Ég veit að jólin eru að klárast en er ekki allt í lagi að baka smá meira?
IMG_4360

2 – OPI – Alpine snow
Ég er eiginlega bara búin að vera með hvítt lakk í desember mér finnst það bara sjúklega flott. Smá brúnkukrem og svona hvítt fallegt lakk var comboið hjá mér í ár.
Screen Shot 2015-01-01 at 16.28.31

3 – Decubal
Ég fæ alltaf svo rosalega mikinn þurrk á hnúana í kuldanum og þá kemur þetta krem mér til bjargar. Í alvöru yndislegasta krem sem ég hef prófað, mæli hiklaust með því ef þið eruð þurr einhverstaðar. Mér finnst líka æðislegat að bera það bara á mig alla áður en ég fer að sofa, maður verður alveg rosa mjúkur og húðin nærist svo vel.

decubal_creme

4 – Hýasinta
Mér finnst ómissandi að hafa Hýasintu inni í herberginu mínu í desember. Amma mín gaf mér síðan þennan fallega vasa í desember í fyrra og nú er þetta hýasintuvasinn minn. Mér þykir sérstaklega vænt um þennan vasa af því hún gaf mér hann og hún átti hann í mörg ár, ég man eftir honum frá því ég var pínulítil.

IMG_4144

5 – Kirsuber
Ég er búin að borða alveg ótrúlega mikið af kirsuberjum í desember. Ótrúlega þægilegur ávöxtur, þarf ekki að skera niður eða neitt, mjög hentugt bara.

IMG_4052

6 – Nammikúlur
Uppáhalds nammið mitt í desember #staðfest. Þessar dásamlegu kúlur fékk ég í nammibarnum í Iceland og þetta eru svona mjúkar vanillukúlur. Mjög erfitt að lýsa þeim, ég held að þið verðið bara að smakka. Ég er búin að hafa þetta í skál í herberginu mínu og svo þegar vinir koma í heimsókn þá fá sér allir og svona.
IMG_4048

7 – Kerti
Þetta kerti frá Bath & Body Works lyktar svo dásamlega. Þetta kerti lyktar eins og jólin, svona greni ilmur og yndislegheit.
51SdL397dPL._SY355_

8 – Lindex húfan
Ég gerði færlsu um þessa húfu um daginn en ég fékk hana í Lindex á 1990 kr. Ein bestu kaup sem ég hef gert, ég er búin að nota hana alveg svakalega mikið og mér finnst hún oft fullkomna lúkkið.


1509263_773564676042804_1396453760367704356_n9 – Make up forever
Alveg æðislegt highlight og contour kit frá Make up forever. Þetta er það eina sem á frá þessu merki en ég er alveg sjúklega ánægð með þetta.
Screen Shot 2015-01-01 at 16.25.50

 

Fylgstu endilega með mér á facebook – Hér


x
 hildur