Browsing Category

Food

Food, Life

SPANISH NIGHT

júlí 21, 2017

Það eru 12 dagar síðan ég kom heim  frá Barcelona. Við fjölskyldan söknum þess ótrúlega mikið að vera úti og ég ákváð að búa til smá spænska stemningu og „spænskan kvöldmat“. Sumir myndu frekar segja að þetta væri ítalskur matur en þetta var okkar spænski matur. Við vorum með einn uppáhalds matinn minn sem er djúpsteiktur Camembert, en það er eitt það besta sem ég fæ með ruccola, sultu og balsamic ediki. Við vorum síðan líka með Portobello sveppi, hráskinku, kirsuber, hunang og drukkum S.Pellegrino sódavatn með en við borðuðum ekkert smá mikið af hráskinku og kirsuberjum úti og drukkum mjög mikið af S.Pellegrino. Á meðan við borðuðum þennan dásamlega mat hlustuðum við á rólega spænska músík sem setti punktinn yfir i-ið. Nú ætla ég að halda áfram með spænska kvöldið mitt og fara að malla súkkulaðisósu og jarðarber. Njótið kvöldsins elskur xx

hildur

Food

MAKKARÓNUR

apríl 7, 2017Um síðustu helgi hélt mamma upp á 50 ára afmælið sitt. Viljiði bara sjá hana! Hvað er hún gorgeous?! Mætti frekar halda að hún hefði verið að halda uppá 40 ára afmælið sitt! Við fjölskyldan eyddum helginni upp í bústað og áttum yndislegan tíma saman.   Mamma eeelskar makkarónur svo ég hafði samband við Lindu vinkonu mína sem er makkarónu snillingur. Linda gerði fyrir okkur 200 makkarónur, bestu makkarónur sem ég hef smakkað! Og líka fallegustu makkarónur sem ég hef séð.  Hún heldur úti síðunni makkaronur.is og hægt er að velja alla regnbogans liti og óteljandi bragðtegundir. Við völdum hvítsúkkulaði-, lakkrís-, hindberja-, saltkaramellu- og sítrónubragð. Þær voru allar dásamlegar en ég verð að segja að mér fannst saltkaramellu og sítrónu bestar. Ef þið viljið panta ykkar eigin getið þið haft samband við Lindu hér.

x hildur

Food

IT’S PIZZA TIME

febrúar 7, 2017

IMG_2544

Um helgina ákvað ég að prófa það sem allir eru að tala um. Ég bjó til blómkálsspizzu og ég get sagt ykkur það að hún fór langt fram úr mínum væntingum! Ég er með glúten óþol og reeeeyni eins og ég get að borða eftir því þó svo að ég játi að ég svindla mjög oft haha. Þess vegna finnst mér frábært að hafa fundið þessa uppskrift og að hún hafi í alvöru verið svona góð er eiginlega bara fáránlegt!

Ég fór eftir videoi frá Tasty sem þið getið séð HÉR, Það leiðir ykkur í gegnum allt ferlið.
Mæli svo mikið með því að próf þetta.

x hildur