Browsing Category

Life

Life

FLAUEL – LÍN DESIGN

september 22, 2017

 Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lín Design

Mér finnst rúmið mitt vera það mikilvægasta í herberginu mínu og almennt í húsum yfir höfuð. Mér finnst að það eigi að vera rómantískt en kosý og djúsí á sama tíma. Síðustu mánuði hef ég verið að leita mér að nýju „looki“ þar sem mér finnst svo gaman að breyta til eftir árstíðum. Ég á California king  rúm sem er með stærstu rúmum sem þú finnur og mig hefur langað í stór kodda og rúmteppi í stíl sem er ekki of þykkt og heavy því rúmið er svo stórt. Nú get ég hinsvegar tilkynnt ykkur það að ég er búin að finna fullkomið rúmteppi og kodda í stíl. Ég fann það í Lín Design en þau eru með svo fallega flauels línu með koddum í tveimur stærðum og rúmteppi í stíl. Hægt er að velja um tvo liti, fölbleikan og dökkbláan. Ég átti mjög erfitt með að velja en ég valdi dökkbláan því mér finnst hann passa svo vel við dökkgráu veggina mína. Ég er að springa ég er svo ánægð með þetta!

Þú getur verslað stóru koddana – HÉR, litlu koddana – HÉR og rúmteppið HÉR

x hildur

Life

SUNDAY

september 11, 2017Jæja ætlið þið eigið ekki inni færslu hjá mér!
Seinnipart sumarsins er ég búin að vera á mjög miklu flakki sem útskýrir bloggleysið. Eins og þið vitið sem fylgjið mér á instagram þá byrjaði ég á því að fara ti Barcelona í hálfan mánuð, kom svo heim í nokkra daga og fór síðan til London, Frakklands, Monaco, Ítalíu og aftur til London. Ég var bara í ótrúlega miklu fríi frá öllu allan tímann og þar með talið blogginu. Nú er ég hinsvegar komin heim og byrjuð í Arkitektúrnum og allt er orðið eðlilegt.
Í gær átti ég ótrúlega kosý dag en ég gerði bókstaflega ekkert nema horfa á youtube video, borða kex og osta og njóta þess að vera með kveikt á góðum kertum og nýju Ikea ljósaseríunni minni. Ég gjörslamlega dýrka þessa seríu en hún vakti mjög mikla athyggli eftir að ég setti hana á instastory á föstudaginn. Það sést glitta í hana á myndinni fyrir ofan en hún semsagt heitir Svartrå. Ég keypti líka eina auka sem ég ætla að hafa uppí skóla á borðinu mínu, hlakka til að sýna ykkur það þegar það verður reddy 😉

x hildur

Food, Life

SPANISH NIGHT

júlí 21, 2017

Það eru 12 dagar síðan ég kom heim  frá Barcelona. Við fjölskyldan söknum þess ótrúlega mikið að vera úti og ég ákváð að búa til smá spænska stemningu og „spænskan kvöldmat“. Sumir myndu frekar segja að þetta væri ítalskur matur en þetta var okkar spænski matur. Við vorum með einn uppáhalds matinn minn sem er djúpsteiktur Camembert, en það er eitt það besta sem ég fæ með ruccola, sultu og balsamic ediki. Við vorum síðan líka með Portobello sveppi, hráskinku, kirsuber, hunang og drukkum S.Pellegrino sódavatn með en við borðuðum ekkert smá mikið af hráskinku og kirsuberjum úti og drukkum mjög mikið af S.Pellegrino. Á meðan við borðuðum þennan dásamlega mat hlustuðum við á rólega spænska músík sem setti punktinn yfir i-ið. Nú ætla ég að halda áfram með spænska kvöldið mitt og fara að malla súkkulaðisósu og jarðarber. Njótið kvöldsins elskur xx

hildur