Browsing Category

Life

Fashion, Life

X MAC STEVE J & YONI P

júlí 14, 2017
Í gærkvöldi fórum við Sigga á ótrúlega flottan viðburð sem Þórunn Ívars hélt í tilefni af nýrri línu í MAC. Línuna hönnuðu Steve J og Yoni P en þetta er ekkert smá falleg og sumarleg lína. Það voru sætar veitingar, goody bags ogggg Mac photobooth. Við Sigga missum okkur alltaf í gleðinni þegar það er photobooth og við tókum nokkrar myndir. Ég ætla þó ekki að gera ykkur það nema að láta bara 2 fylgja. Eftir viðburðinn fórum við svo á Sæta svínið og ég fékk mér…. giskið hvað, auðvitað andarsalatið eins og alltaf. Ég er löngu hætt að skoða matseðilinn á Sæta svíninu því ég fæ mér alltaf andarsalta og franskar.
Takk fyrir mig elsku Þórunn ♡

x hildur

Life

DONUTS

júní 12, 2017Í gærkvöldi hittumst við viðskiptafræðivinkonurnar á pallinum heima hjá mér. Guð minn góður hvað ég á eftir að sakna þeirra mikið þegar ég fer í arkitektinn, veit ekki hvað ég geri þegar ég mun ekki hitta þær á hverjum degi í skólanum 🙁 Við áttum æðislegt kvöld og borðuðum yfir okkur af sykurpúðum, jarðarberjum og Nutella. Við uppgötvuðum líka besta combo í heimi sem er grillaður sykurpúði með nutella og jarðarberi. Þið verðið að prófa!

S/O á Donuts, já við köllum hópinn okkar Donuts haha
x hildur

Life

SECRET SOLSTICE

júní 1, 2017Þessi færsla er í samstarfi við Secret Solstice.

Ætlar þú að fara á Secret Solstice í sumar? Ég ætla allavega að fara og ég get ekki beðið. Ég hef farið tvisvar sinnum áður og mér finnst þetta æði. Ég elska að mála mig, greiða mér og dressa mig upp í útihátíðarstíl. Ég læt nokkrar útihátíðardresshugmyndir fylgja með en ég er strax byrjuð að hugsa í hverju ég ætla. Þó svo að mörg þessi outfit henti kannski ekki alveg íslensku sumri þá er auðveldlega hægt að breyta því með því t.d að skipta stuttbuxunum út fyrir gallabuxur eða mom jeans. Hátíðin er haldin 15. – 18. júní og hefur verið glæsileg í þessi tvö skipti sem ég hef farið, ég er því með miklar væntingar í  ár!

Þú getur keypt miða á hátíðina – HÉR