Browsing Category

Makeup

Beauty, Makeup, Uncategorized

GLITTER BROWS

janúar 5, 2017

unnamed

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt saman elskurnar mínar. Þið vitið ekki hvað ykkur teksta alltaf að gleðja mig og gera dagana mína enn betri. Takk, takk, takk ! <3
Ennn eins og þið vitið var Facebook síðan mín hökkuð þar sem ég var komin með nokkur þúsund fylgjendur og ég veit að þið treystið á að allar mínar færlsur koma þagað inn. Ég er búin að vinna hörðum höndum að því að reyna að ná henni til baka sem virðist ekki vera hægt 🙁 Ennn nú er bara að líta á björtu hliðarnar og byrja uppá nýtt. Ef þið hafði áhuga á því að fá að vita þegar ég set inn færslur og myndir getið þið fylgst með mér á facebook HÉR.
______________________________________
Gamlárskvöld er eitt uppáhaldskvöldið mitt á árinu því þá hefur maður formlegt leyfi frá samfélaginu til þess að vera eins glimmeraður og mikið málaður og mann mögulega langar til!
Ég var ekkert búin að plana neina sérstaka förðun þetta árið og ætlaði barfa að láta það ráðast. Þegar ég var næstum því búin að farða mig þá langaði mig geggjað mikið að nota glimmer. Í fyrra var ég með glimmer í rótinni, árið þar á undan límdi ég demanta á mig og árin þar áður hef ég verið með glimmer förðun. Mig langaði því að gera eithvað annað í ár og fannst fullkomið að einblína á brúnirnar. Ég blandaði því saman venjulegu „lausu“ glimmeri úr föndurbúð við sérstakan vökva sem ég fékk í Make Up Store.  Ég er nú ekki besta manneskja í heimi en þetta ver þannig vökvi að þú getur í rauninni blandað hvaða augnskugga að glimeri við hann og úr verður eithvað svipað og blautur eyliner. Ég er búin að eiga mitt efni ótrúlega lengi og það virkar enn. Mæli mjög mikið með því að eiga svona. Ég blandaði þessu saman í lítið lok og bar á brúnirnar og í augnkrókinn með litlum pensli.

x hildur Árnadóttir

Beauty, Christmas, Favourites, Giveaway, Makeup, Uncategorized

JÓLA – GJAFALEIKUR

desember 8, 2015

gs

Loksins, loksins er komið að jólagjafaleiknum sem ég veit að þið eruð búin að bíða eftir svo lengi. Ég ætla að gefa ykkur 15 uppáhalds og helstu förðunarvörurnar sem ég nota. Margar af þessum vörum eru búnar að vera í uppáhaldi hjá mér í mörg ár. Mig langar að það komi fram að ég er ekki sponsoruð með neina af þessum vörum og keypti þetta allt sjálf.  Þetta er mitt persónulega álit og bara vörur sem eru í alvöru í uppáhaldi hjá mér og langar að leyfa ykkur að prófa líka. Ég ætla að sýna ykkur og tala um  þessar vörur á snapchat núna á næstu dögum.

Vörurnar sem eru í vinning eru:
1- Stippling brush frá Real techniques
2 – Burstasett með 5 burstum frá Real techniques
3 – Real Tecniques makeup svampur
4 – Smash box hyljari
5 – They’re real maskari frá Benefit
6 – The pore sessional frá Benefit
7 – Hoola contour frá Benefit
8 – Skáskorinn Sephora bursti
9 – Velvet teddy varalitur frá mac
10 – Sephora hreinsimjólk
11 – Mac augnfarðahreinsir
——————————————

Það sem þú þarft að gera til þess að eiga möguleika á að vinna allar þessar vörur er að:
1. likea facebook síðuna mína HÉR
2. followa mig á instagram – @hildurarnad
3. Adda mér á snapchat – @hildurarnadott
4. deila þessari færslu

x hildur

Beauty, Makeup, Uncategorized

NEW IN

mars 6, 2015

IMG_5851Mér finnst alveg mjög mjög mjög gaman að horfa  á stelpur mála sig á YouTube. Ein af mínum uppáhalds er Carli Bybel, ef þú hefur ekki séð hana þá mæli ég hiklaust með því að kíkja á hana. Hún er alveg ótrúlega flink í að farða og ótrúlega skemmtileg líka. Og líka að kærastinn hennar er beautiful. Eins og ég geri svo oft þá var ég að horfa á myndband með henni og þá notaði hún þessar 3 vörur hér að ofan og ég varð bara bókstaflega ástfangin og var ekki lengi að panta mér þær frá útlandinu.  Númer 1 er paletta með skyggingar og highlight púðri. Er alveg sjúklega ánægð með það og ég er mjög pikkí á svona highlight og skyggingavörur en þetta er bara algjört æði. Númer 2 er hyljari frá NARS sem bókstaflega allir eru að tapa sér yfir. Ég er mjög ánægð með hann en ég tók sama lit og hún notaði og ég hefði viljað hafa hann einum eða tveimur tónum ljósari svo ég hefði getað notað þetta sem highlight.  En svona er þetta, maður tekur áhættu með því að panta sér makeup á netinu.  Og loks er það augnskuggaprimer númer 3. Ég hef aldrei átt augnskuggaprimer og nota reyndar bara aldrei augnskugga en einhvernveginn fannst mér ótrúlega sniðugt og nauðsynlegt að ég myndi eignast hann.
Númer 1 fæst hér // Númer 2 fæst hér // Númer 3 fæst hér

Fylgstu endilega með mér á facebook – Hér

x hildur