Browsing Category

Uncategorized

Life, Uncategorized

ÁRIÐ Á INSTA

janúar 7, 2017

Mig langar að sýna ykkur smá brot af instagramminu mínu en á árinu gerðist mjög margt. Ég fór til London á Snyrtifræði ráðstefnu, útskrifasðist sem snyrtifræðingur, Fór til Florida í mánuð, fór til New York í fyrsta sinn, fékk nýjan bíl, komst inn í HR í viðskiptafræði, eignaðsit dásamlegan vinkonuhóp í skólanum, fór í myndatöky fyrir Black & Basic, gerði samning við fyrirtækið Eylendu og svo maaaargt fleira. 2016 var dásamlegt en ég veit að 2017 á eftir að vera enn betra, ég finn það á mér!

Fylgstu endilega  með mér á Instagram HÉR 

x hildur

Beauty, Makeup, Uncategorized

GLITTER BROWS

janúar 5, 2017

unnamed

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt saman elskurnar mínar. Þið vitið ekki hvað ykkur teksta alltaf að gleðja mig og gera dagana mína enn betri. Takk, takk, takk ! <3
Ennn eins og þið vitið var Facebook síðan mín hökkuð þar sem ég var komin með nokkur þúsund fylgjendur og ég veit að þið treystið á að allar mínar færlsur koma þagað inn. Ég er búin að vinna hörðum höndum að því að reyna að ná henni til baka sem virðist ekki vera hægt 🙁 Ennn nú er bara að líta á björtu hliðarnar og byrja uppá nýtt. Ef þið hafði áhuga á því að fá að vita þegar ég set inn færslur og myndir getið þið fylgst með mér á facebook HÉR.
______________________________________
Gamlárskvöld er eitt uppáhaldskvöldið mitt á árinu því þá hefur maður formlegt leyfi frá samfélaginu til þess að vera eins glimmeraður og mikið málaður og mann mögulega langar til!
Ég var ekkert búin að plana neina sérstaka förðun þetta árið og ætlaði barfa að láta það ráðast. Þegar ég var næstum því búin að farða mig þá langaði mig geggjað mikið að nota glimmer. Í fyrra var ég með glimmer í rótinni, árið þar á undan límdi ég demanta á mig og árin þar áður hef ég verið með glimmer förðun. Mig langaði því að gera eithvað annað í ár og fannst fullkomið að einblína á brúnirnar. Ég blandaði því saman venjulegu „lausu“ glimmeri úr föndurbúð við sérstakan vökva sem ég fékk í Make Up Store.  Ég er nú ekki besta manneskja í heimi en þetta ver þannig vökvi að þú getur í rauninni blandað hvaða augnskugga að glimeri við hann og úr verður eithvað svipað og blautur eyliner. Ég er búin að eiga mitt efni ótrúlega lengi og það virkar enn. Mæli mjög mikið með því að eiga svona. Ég blandaði þessu saman í lítið lok og bar á brúnirnar og í augnkrókinn með litlum pensli.

x hildur Árnadóttir

Fashion, Uncategorized

C O M I N G U P ?

desember 29, 2016

img_4448
img_4446
img_3606
img_0743
img_0744
img_0745
img_0748
img_0749
Fyrir rúmum þremur mánuðum sá ég pels á instagram sem mér fannst mjög flottur. Hann var óvenjulegur að því leiti að hann var stunginn. Ég screenshotaði myndina og hugsaði með mér að þetta væri pottþétt að nýjasta. Ég ætlaði að vera „á undan“ trendinu að spotta það og gera færslu. En einhverra hluta vegna er þessi færsla ekki að fara í loftið fyrr en núna og nú eru þeir orðnir svona frekar vinsælir, allavega úti en ég hef ekki enn séð neinn svona á Íslandi. Ég held og vona að þetta sé eitthvað sem við erum að fara að sjá meira af hérna heima!

x hildur