Beauty, DIY, Uncategorized

DIY – BAÐBOMBUR

janúar 30, 2016

Nú fer að stittast í Valentínusardaginn sem er einn uppáhalds dagurinn minn á árinu. Æj þetta er bara eitthvað svo bleikur og sætur dagur. Mér finnst ótrúlega gaman að gera Diy og er búin að gera allt of lítið af því undanfarið. Fram að valentínusardeginum ætla ég að sýna ykkur nokkrar hugmyndir af valentínusargjöfum sem þú getur gert sjálf! Í dag ætla ég að sýna ykkur hvernig er hægt að búa til baðbombur á mjög einfaldan hátt! Ég lærði þetta í Efanafræði í Fashion Academy þar sem ég byrjaði í snyrtifræðinni. Myndirnar eru hér eru teknar þar.

Innihald:

– 1 bolli sjávarsalt
– 2 1/2 bolli matarsódi
-1 1/4 bolli sítrónusýra
– 1 teskeið olía (t.d. möndluolía eða ólívuolía)
– nokkrir dropar af ilmkjarnaolíu að eigin vali
– Nornahesli eða vatn (ég notaði vatn), passið samt að setja bara nokkra dropa eða nokkur sprey (sniðugt að hafa þetta í sprey brúsa) því blandan eyðileggst ef hún er of blaut.
– matarlitur ef þú vilt
– þú getur notað form, muffins form eða klakabox eða hvað sem þér dettur í hug. Ég notaði tvær litlar skálar sem ég fyllti og þrýsti síðan saman svo til varð kúla.

Hægt er að setja mismunandi ilmkjarnaolíur í bomburnar sem hafa mismunandi eiginleika t.d er lavender mjög róandi, piparminta góð til að deyfa vöðvaverki, rósmarín örvar blóðrásina og jasmine er kynorkuaukandi. Síðan er líka hægt að setja glimmer eða þurrkuð rósablöð í bomburnar. Einnig getur verið gaman að setja smá matarlit í bomburnar en passið að hafa ekki alltof mikið því það getur litað baðkarið.  Mér finnst þetta ótrúlega sniðug gjöf, sérstaklega á valentínusardaginn. Sama hvort það er fyrir kærsastann, vinkonu eða bara þig sjálfa <3

IMG_2248 IMG_2232
IMG_2236

 

Þið megið endilega láta mig vita ef þið prófið þetta <3

Fylgstu endilega með mér á facebook – Hér
& Instagram – Hér

x hildur

No Comments

Leave a Reply