DIY, Uncategorized

DIY – CHOKER

júlí 16, 2016

IMG_9884IMG_9902 IMG_9917 IMG_9915 Í dag bjó ég til ótrúlega einfaldan en flottan choker. Ég er ekkert smá ánægð með útkomuna og langar að deila henni með ykkur. Á fyrstu myndinni getið þið séð hlutna sem ég notaði. Ég ætla að gefa ykkur snögga lýsingu af því sem ég gerði. Ég fékk einhverskonar ruskins band í Föndurlist á 795 kr. Það var í laginu eins og hálsmen en ég klippti af því til þess að hafa það þröngt um hálsinn. Ég tók keðjuna sem var á hálsmeninu af að setti tvo litla járnhringi og festingu. Ég hefði getað hætt þar og haft þetta einfaldan ruskins choker sem hefði líka verið mjög flott. Ég ákvað að poppa þetta aðeins og nota skeljar sem ég fann á ströndinni í Florida. Ég límdi litla festingu aftan á skelina með E6000 lími og setti lítinn hring í festinguna. Svo þræddi ég hringinn uppá chokerinn og VIOLA! Allt sem ég notaði í þessari færslu fyrir utan skeljarnar og tangirnar eru úr Föndurlist. Þessi færsla er þó engan vegin kostuð og ég kaupi allt dótið mitt sjálf. Ég setti allt ferlið á snapchat og þið getið séð það á snappinu – hildurarnadott. Endilega látið mig vita og sendið mér myndir ef þið prófið að gera svona <3

Fylgstu endilega með mér á facebook – Hér
& Instagram – Hér

x hildur

No Comments

Leave a Reply