Fashion

GUCCI

júlí 13, 2017Eins og ég hef sagt ykkur er þessi bolur búinn að vera á óskalistanum mínum í marga mánuði eða alveg frá því ég sá hann fyrst og loksins er hann orðinn minn! Ég var ekkert smá heppin að það var til EINN bolur í Gucci á Passeig de Gracia sem er aðal tísku gatan í Barcelona. Með engar væntingar spurðu ég hvort hann væri til og fékk þá að vita að það væri til einn en hann væri á bakvið og væri aldrei út í búð og ef ég ætlaði  að kaupa hann þyrfti ég að kaupa eitthvað annað líka, svo vinsæll og sjaldgæfur er hann! Þetta var auðvitað ekkert mál því ég var líka að kaupa belti og tösku (sem ég á eftir að sýna ykkur) þannig að ég skellti mér á hann. Ég er varla búin að fara úr honum hann er svo fallegur og þægilegur. Ef þið sjáið mig þá myndi ég segja að það séu svona 90% líkur á því að ég sé í bolnum, með beltið og veskið …  Þetta eru bara fallegustu hlutir sem ég hef eignast.

x hildur

No Comments

Leave a Reply