Favourites, Uncategorized

JÚLÍ FAVORITES

ágúst 4, 2015

juli favJæja, tíminn flýgur endalaust áfram og strax kominn tími á aðra favorites færslu, jedúdda mía. Fyrir þá sem ekki vita þá reyni ég að gera eina færslu eftir hvern mánuð og tala þá um hlutina sem voru í uppáhaldi hjá mér í þeim mánuði. Let the games begin.

1 – Ykkur finnst kannski spes að svitarollon sé eitt af því sem var í uppáhaldi hjá mér en oh my goddness. Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að þetta sé besta svitarollon sem ég hef á æfinni prófað. Lyktin af þvi er svo góð að það er fáránlegt. Ég er aðeins búin að vera að mastera lyktina því mér fannst ég kannast svo við hana og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þetta lyktar alveg eins og appelsínugula og gula ferskju hjartagúmmíið – Mynd hér. Ég er nokkuð viss um að þetta rollon sé ekki til á Íslandi (veit það samt ekki) en ég keypti mín í Danmörku núna í júlí, og já ég segi mín í fleirtölu því ég keypti mér 3 stykki. Ég var að meina það þegar ég sagði að þetta væri besta rollon í heimi.

2 – Allir eru í svona skóm, ég veit. Og ég er orðin partur af þessum öllum. Ég fékk mína í Köben og var búin að leita út um allt að minni stærð og fann hana loksins. Ég gerði færslu um þessa skó fyrir nokkrum mánuðum eiginlega áður en þeir urðu svona rosalega vinsælir því þá langaði mig svo rosalega í þá. Þegar allir voru komnir í svona skó fannst mér þeir ekki eins spennandi, en síðan hugsaði ég bara að mér finnst þeir svo flottir að ég ætti ekki að láta það stoppa mig þó svo að alllir séu í svona.

3 – Skinny dip heyrnatól úr Topshop í London. Ég er búin að nota þau rosalega mikið, í flugvélum, ferðalögum og ræktinni. Mér finnst þau æði.

4 – Ég fjárfesti í þessari elsku í Köben (eins og flest öðru þessa dagana). Þetta er semsagt hvítur gallajakki úr Monki. Mér finnst hann svo frábær því það er hægt að vera í svo mörgu við hann því hann er hvítur og svo plain, en á sama tíma er hann svo öðruvísi eitthvað og gerir outfittið svo sérstakt. Ég er búin að nota hann rosa mikið og ég er viss um að það eru nokkrar myndir af mér í honum á instagramminu mínu.

5 – Okey þið skiljið örugglega ekkert í mynd nr. 5 en á henni er maturinn sem ég borða daglega, ég er obsessed. Það er glúteinlaus brauðbolla, rautt pestó, tómatur og avocado. Ég veit ekki hvernig þetta hljómar þegar þú heyrir þetta en þetta er svo gott, ég lofa. Ég er búin að borða þetta á nánast hverjum degi núna í rúman mánuð og ég er ekki einusinni nálægt því að fá leið á þessu. Ég er einmitt að borða þetta í þessum töluðu orðum lasin heima 🙁

6 – Þetta er ekki á myndinni en ég verð samt að bæta þessu við því þetta er svo aldeilis búið að vera í uppáhaldi hjá mér. Það er Hydra beauty kremið frá Guinot. Þetta er alveg rosalega gott rakakrem með æðislegri lykt og er oft svona fyrsta kremið sem stelpur kaupa sér. Það hentar öllum húðtýpum þar sem það er bara rakagefandi og raki er góður fyrir allar húðgerðir. Mæli með þessu kremi fyrir ykkur ef þið eruð ekki að nota neitt krem og vantar ykkar fyrsta krem . Við erum m.a. að selja það á snyrtistofunni á Garðatorgi.

Smá svona sem ég hef ekki gert áður, ég ætla líka að hafa uppáhalds lögin mín í þessum mánuði með:

1- Good for you 

2 – Black magic

3 – Cool for the summer

Fylgstu endilega með mér á facebook – Hér
& Instagram – Hér

x hildur

 

No Comments

Leave a Reply