Life

FLAUEL – LÍN DESIGN

september 22, 2017

 Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lín Design

Mér finnst rúmið mitt vera það mikilvægasta í herberginu mínu og almennt í húsum yfir höfuð. Mér finnst að það eigi að vera rómantískt en kosý og djúsí á sama tíma. Síðustu mánuði hef ég verið að leita mér að nýju „looki“ þar sem mér finnst svo gaman að breyta til eftir árstíðum. Ég á California king  rúm sem er með stærstu rúmum sem þú finnur og mig hefur langað í stór kodda og rúmteppi í stíl sem er ekki of þykkt og heavy því rúmið er svo stórt. Nú get ég hinsvegar tilkynnt ykkur það að ég er búin að finna fullkomið rúmteppi og kodda í stíl. Ég fann það í Lín Design en þau eru með svo fallega flauels línu með koddum í tveimur stærðum og rúmteppi í stíl. Hægt er að velja um tvo liti, fölbleikan og dökkbláan. Ég átti mjög erfitt með að velja en ég valdi dökkbláan því mér finnst hann passa svo vel við dökkgráu veggina mína. Ég er að springa ég er svo ánægð með þetta!

Þú getur verslað stóru koddana – HÉR, litlu koddana – HÉR og rúmteppið HÉR

x hildur

No Comments

Leave a Reply