Life

SUNDAY

september 11, 2017Jæja ætlið þið eigið ekki inni færslu hjá mér!
Seinnipart sumarsins er ég búin að vera á mjög miklu flakki sem útskýrir bloggleysið. Eins og þið vitið sem fylgjið mér á instagram þá byrjaði ég á því að fara ti Barcelona í hálfan mánuð, kom svo heim í nokkra daga og fór síðan til London, Frakklands, Monaco, Ítalíu og aftur til London. Ég var bara í ótrúlega miklu fríi frá öllu allan tímann og þar með talið blogginu. Nú er ég hinsvegar komin heim og byrjuð í Arkitektúrnum og allt er orðið eðlilegt.
Í gær átti ég ótrúlega kosý dag en ég gerði bókstaflega ekkert nema horfa á youtube video, borða kex og osta og njóta þess að vera með kveikt á góðum kertum og nýju Ikea ljósaseríunni minni. Ég gjörslamlega dýrka þessa seríu en hún vakti mjög mikla athyggli eftir að ég setti hana á instastory á föstudaginn. Það sést glitta í hana á myndinni fyrir ofan en hún semsagt heitir Svartrå. Ég keypti líka eina auka sem ég ætla að hafa uppí skóla á borðinu mínu, hlakka til að sýna ykkur það þegar það verður reddy 😉

x hildur

Food, Life

SPANISH NIGHT

júlí 21, 2017

Það eru 12 dagar síðan ég kom heim  frá Barcelona. Við fjölskyldan söknum þess ótrúlega mikið að vera úti og ég ákváð að búa til smá spænska stemningu og „spænskan kvöldmat“. Sumir myndu frekar segja að þetta væri ítalskur matur en þetta var okkar spænski matur. Við vorum með einn uppáhalds matinn minn sem er djúpsteiktur Camembert, en það er eitt það besta sem ég fæ með ruccola, sultu og balsamic ediki. Við vorum síðan líka með Portobello sveppi, hráskinku, kirsuber, hunang og drukkum S.Pellegrino sódavatn með en við borðuðum ekkert smá mikið af hráskinku og kirsuberjum úti og drukkum mjög mikið af S.Pellegrino. Á meðan við borðuðum þennan dásamlega mat hlustuðum við á rólega spænska músík sem setti punktinn yfir i-ið. Nú ætla ég að halda áfram með spænska kvöldið mitt og fara að malla súkkulaðisósu og jarðarber. Njótið kvöldsins elskur xx

hildur

Beauty

ALL ABOUT MY NAILS #2

júlí 20, 2017Það er ekki mjög langt síðan að ég gerði færslu um neglurnar mínar en vegna óteljandi spurninga ætla ég að gera aðra og ýtarlegri færslu. Ég er semsagt tiltölulega nýbyrjuð að fara í neglur til stelpu sem heitir Auður. Sú sem ég var hjá er æðisleg og hún benti mér á Auði. Ég addaði naglasnappinu hennar (audurgisla95) og gjörsamlega heillaðist. Hún er eitthvað annað því hún getur gert svo langar neglur og ég er að segja ykkur að sumar neglurnar hennar eru að endast í einn og hálfan til þrjá mánuði án þess að brotna! Þegar ég gerði fyrri færsluna var ég búin  að fara til hennar einu sinni en er núna búin að fara þrisvar og ég verð bara ánægðari og ánægðari með hana. Hún gerir bæði gel og akríl neglur eftir því hvort þú vilt. Hún elskar glimmer og á mörg kíló af glimmeri í öllum regnbogans litum. Hún er meira að segja búin að hanna sitt eigið glimmer undir sínu eigin nafni sem fæst í Fotiu.is
 Ég mæli svo 100% með henni að ég get ekki lýst því!

Auður er með GJAFALEIK í gangi á facebook síðunni sinni þar sem hægt er að vinna ásetningu ásamt 2 glimmerum frá ag glitter að eigin vali! Dregið verður út 1. ágúst.
Þú getur tekið þátt í leiknum – HÉR

Til þess að panta tíma eða fyrir frekari spurningar getur þú haft samband við Auði  – Hér

 x hildur