Fashion, Life

X MAC STEVE J & YONI P

júlí 14, 2017
Í gærkvöldi fórum við Sigga á ótrúlega flottan viðburð sem Þórunn Ívars hélt í tilefni af nýrri línu í MAC. Línuna hönnuðu Steve J og Yoni P en þetta er ekkert smá falleg og sumarleg lína. Það voru sætar veitingar, goody bags ogggg Mac photobooth. Við Sigga missum okkur alltaf í gleðinni þegar það er photobooth og við tókum nokkrar myndir. Ég ætla þó ekki að gera ykkur það nema að láta bara 2 fylgja. Eftir viðburðinn fórum við svo á Sæta svínið og ég fékk mér…. giskið hvað, auðvitað andarsalatið eins og alltaf. Ég er löngu hætt að skoða matseðilinn á Sæta svíninu því ég fæ mér alltaf andarsalta og franskar.
Takk fyrir mig elsku Þórunn ♡

x hildur

Fashion

GUCCI

júlí 13, 2017Eins og ég hef sagt ykkur er þessi bolur búinn að vera á óskalistanum mínum í marga mánuði eða alveg frá því ég sá hann fyrst og loksins er hann orðinn minn! Ég var ekkert smá heppin að það var til EINN bolur í Gucci á Passeig de Gracia sem er aðal tísku gatan í Barcelona. Með engar væntingar spurðu ég hvort hann væri til og fékk þá að vita að það væri til einn en hann væri á bakvið og væri aldrei út í búð og ef ég ætlaði  að kaupa hann þyrfti ég að kaupa eitthvað annað líka, svo vinsæll og sjaldgæfur er hann! Þetta var auðvitað ekkert mál því ég var líka að kaupa belti og tösku (sem ég á eftir að sýna ykkur) þannig að ég skellti mér á hann. Ég er varla búin að fara úr honum hann er svo fallegur og þægilegur. Ef þið sjáið mig þá myndi ég segja að það séu svona 90% líkur á því að ég sé í bolnum, með beltið og veskið …  Þetta eru bara fallegustu hlutir sem ég hef eignast.

x hildur

Fashion

WINSTON LIVING

júní 23, 2017


Í gær fórum við Gunnhildur í smá afmælisgjafaleiðangur. Á leiðinni í bílinn löbbuðum við í gegnum nýja Hljómarlindartorgið. Mér til mikillar gleði sé ég að ein uppáhaldsbúðin mín Winston Living er flutt þangað. Ég sver þessi búð er það fallegasta, mig langar bókstaflega í allt þarna inni. Ef þið munið eftir Parísar myndinni sem ég á þá er hún þaðan, þið getið séð færsluna sem ég gerði um hana hér.  Ég er gjörsamlega ástfangin af minni mynd og langar í aðra en núna held ég að ég myndi fá mér Barcelona. Deili með ykkur nokkrum myndum sem ég fékk að taka. Eftir sirka 2 vikur mun búðin svo stækka ennþá meira og opna á neðri hæðinni líka. Mig langar svo ótrúlega mikið að allir fái að upplifa þessa búð því hún er dásemd!
Ég er svo með augastað á einum sjúlluðum stól  frá þeim sem mig langar ótrúlega í. Kannski meira um hann seinna hehh : )

x hildur