Food, Life

SPANISH NIGHT

júlí 21, 2017

Það eru 12 dagar síðan ég kom heim  frá Barcelona. Við fjölskyldan söknum þess ótrúlega mikið að vera úti og ég ákváð að búa til smá spænska stemningu og „spænskan kvöldmat“. Sumir myndu frekar segja að þetta væri ítalskur matur en þetta var okkar spænski matur. Við vorum með einn uppáhalds matinn minn sem er djúpsteiktur Camembert, en það er eitt það besta sem ég fæ með ruccola, sultu og balsamic ediki. Við vorum síðan líka með Portobello sveppi, hráskinku, kirsuber, hunang og drukkum S.Pellegrino sódavatn með en við borðuðum ekkert smá mikið af hráskinku og kirsuberjum úti og drukkum mjög mikið af S.Pellegrino. Á meðan við borðuðum þennan dásamlega mat hlustuðum við á rólega spænska músík sem setti punktinn yfir i-ið. Nú ætla ég að halda áfram með spænska kvöldið mitt og fara að malla súkkulaðisósu og jarðarber. Njótið kvöldsins elskur xx

hildur

No Comments

Leave a Reply