Life

SUNDAY

september 11, 2017Jæja ætlið þið eigið ekki inni færslu hjá mér!
Seinnipart sumarsins er ég búin að vera á mjög miklu flakki sem útskýrir bloggleysið. Eins og þið vitið sem fylgjið mér á instagram þá byrjaði ég á því að fara ti Barcelona í hálfan mánuð, kom svo heim í nokkra daga og fór síðan til London, Frakklands, Monaco, Ítalíu og aftur til London. Ég var bara í ótrúlega miklu fríi frá öllu allan tímann og þar með talið blogginu. Nú er ég hinsvegar komin heim og byrjuð í Arkitektúrnum og allt er orðið eðlilegt.
Í gær átti ég ótrúlega kosý dag en ég gerði bókstaflega ekkert nema horfa á youtube video, borða kex og osta og njóta þess að vera með kveikt á góðum kertum og nýju Ikea ljósaseríunni minni. Ég gjörslamlega dýrka þessa seríu en hún vakti mjög mikla athyggli eftir að ég setti hana á instastory á föstudaginn. Það sést glitta í hana á myndinni fyrir ofan en hún semsagt heitir Svartrå. Ég keypti líka eina auka sem ég ætla að hafa uppí skóla á borðinu mínu, hlakka til að sýna ykkur það þegar það verður reddy 😉

x hildur

No Comments

Leave a Reply