Architecture

SUNNUTORG

mars 26, 2019

Sjoppan Sunnutorg er staðsett að Langholtsvegi 70 í Reykjavík. Húsið teiknaði Sigvaldi Thordarson árið 1958. Hægt var að kaupa nammi, skoða video spólur og fara í spilakassa. Þetta var í rauninni eins og menningarmiðsöð fyrir unglinga en þar komu krakkar saman, reyktu sígarettur og hlustuðu á Bítlana á vínilplötu.

Síðustu ár hefur loðað við staðinn að þarna hafi verið selt dóp og krakkar í hverfinu orðnir smeikir að fara þangað inn. Húsnæðið hefur þó staðið autt í um 3 ár. Reykjavíkurborg óskaði eftir hugmyndum um hvað hægt væri að nýta húsnæðið í. Nú hefur verið skrifað undir leigusamning og á að opna veitinga- og kaffihús. Leyfi er fyrir X manns enda húsnæðið ekki nema 57 fermetrar. Svæðið í kring er 1060 fermetrar og á að gera það upp og setja þar svið og annað. Dóttir Sigvalda er með í hönnunarferlinu fyrir kaffihúsið og húsinu á að halda sem upprunalegustu bæði að innan sem utan, búa til hluti sem áður voru á staðnum eins og ljós og annað og að mála allt í upprunalegu litunum. Húsið er mjög illa farið og þarfnast mikilla endurbóta.

Við í þessu hverfi erum virkilega ánægð að það eigi loksins að fara að gera þetta upp og nýta þetta. Og þegar ég tala út frá mér hlakka ég mikið til að fylgjast með ferlinu og  endanlegri útkomu, ég tala nú ekki um þegar hægt verður að setjast inn til þess að fá sér kaffi.

x hildur

No Comments

Leave a Reply