Fashion

WINSTON LIVING

júní 23, 2017


Í gær fórum við Gunnhildur í smá afmælisgjafaleiðangur. Á leiðinni í bílinn löbbuðum við í gegnum nýja Hljómarlindartorgið. Mér til mikillar gleði sé ég að ein uppáhaldsbúðin mín Winston Living er flutt þangað. Ég sver þessi búð er það fallegasta, mig langar bókstaflega í allt þarna inni. Ef þið munið eftir Parísar myndinni sem ég á þá er hún þaðan, þið getið séð færsluna sem ég gerði um hana hér.  Ég er gjörsamlega ástfangin af minni mynd og langar í aðra en núna held ég að ég myndi fá mér Barcelona. Deili með ykkur nokkrum myndum sem ég fékk að taka. Eftir sirka 2 vikur mun búðin svo stækka ennþá meira og opna á neðri hæðinni líka. Mig langar svo ótrúlega mikið að allir fái að upplifa þessa búð því hún er dásemd!
Ég er svo með augastað á einum sjúlluðum stól  frá þeim sem mig langar ótrúlega í. Kannski meira um hann seinna hehh : )

x hildur

No Comments

Leave a Reply